1 Hoppudýr

Efni:

Krossviður í botnplötu, koparteinar í lappir og einangrunarplast í skrokkinn og málning. Rafrásin samanstendur af rafhlöðuhaldara fyrir tvær AA rafhlöður, rofa og mótor. Einnig kasthljól úr tini.

Verkfæri

Hitaþráður, þjalir og sandpappír. Standborvél, lóðbolti, skjúfujárn, hnífur, tangir og tifsög.

Verklýsing

Ég ákvað að gera þetta verkefni algjörlega fríhendis. Byrjaði með kubb úr eingngrunarplasi (15cm X 20cm) og rissaði á hann útlínur dýrsins. Skar búkin gróflega út með hitaþræði og notaði svo þjalir og sanpappír til að forma búkinn endanlega. Holaði dýrið að innan með stórum bor sem ég setti í standborvél. Þegar ég var ánægður með áferðina á skrokknum málaði ég hann í skærum litum og límdi á hann tilbúin augu.

Næst skar ég út með hníf fals fyrir botnplötuna og sagaði hana til svo hún passaði þar í. Sagaði einnig rauf í botnplötuna fyrir kasthjólið. Úbjó síðan festingu fyrir mótorinn og kom því fyrir á botnplötuna ásamt rafhlöðuhaldaranum og rofanum. Lóðaði víra úr rafhlöðunum í mótorinn í gegnum rofann. Því næst gerði ég fjóra jafnlanga fætur úr koparteinum og hafði lykkju á öðrum endanum á þeim. Fæturna festi ég með skrúfum í gegnum lykkjuna og botnplötuna þannig að hausin á skrúfunni vísaði niður. Límdi að lokum litlar tré

 

kúlur á endana sem dýrið stendur á.

Kasthjólið var búið til úr tini sem var brætt í mót. Gatið borað sem passaði upp á öxulinn á mótornum og það haft aðeins útfrá miðjunni. Hjólinu var síðan þrýst upp á mótoröxulinn. Tilgangur kasthjólsins er að þegar mótorinn snýst þá kemur víbringur á dýrið og það hreyfist.